Sumarið að verða búið ...

... en eitthvað af kvenfötum ennþá til Tounge - einnig herra leðurjakki og herra gallajakki.

Og fullt af strákafötum einnig til. Stærðirnar eru ca. 98-128.


Sumarleti ... nei ég meina sumargleði :-)

Ég hef verið löt við að auglýsa dótið undanfarið og verð það ábyggilega í sumar. Það er þó enn fullt til sem ekki hefur verið tekið mynd af. Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga.

Sem dæmi um það sem vantar myndir af eru eitt svart stutt pils, eitt brúnt stutt pils, tvennar peysur (önnur ljós og hin svört, báðar með rennilás), hvítur heklaður bolur, rjómahvítur síðermabolur og fleira og fleira.

Svo eru það strákafötin í ca. númer 98-122. Fullt af stuttermabolum, peysum, stökkum og svo framvegis. Einnig ein úlpa sem sér ekkert á.

- I'll be back -


Meira til og enn meira til

Munið að það er fleira til heldur en búið er að taka myndir af! Skokkar, kjólar, buxur, töskur, peysur, yfirhafnir og fullt, fullt af strákafötum í stærðum ca. 98-122.

Hvernig er það ...?

Kven leðurfrakki

Vill virkilega enginn þennan flotta leðurjakka? Hann er ótrúlega flottur og myndir gerir honum engan vegin skil. Svo er þetta líka spottprís Joyful Jakkinn er síður og reyndar svoldið þykkur en það er bara betra því þá er hægt að nota hann í vetur líka! Svo hrikalega sniðugt að það hálfa væri helmingi meira en miklu meira en nóg ...

Nóg um það.

Ég er ekki enn búin að setja inn myndir af barnafötunum, kk fötunum eða viðbótar kvk fötunum. Framtakssemin alveg að drepa mig eða þannig. Allaveganna er ég með fullt af fötum til viðbótar þannig að, mon amis, endilega bara kíkkið þið til mín.

Hafið það annars bara gott um helgina.
I'll be back.

 


Eitthvað farið og annað væntanlegt

Halló börnin góð!! Héðan er eitthvað farið og annað væntanlegt í staðinn Wink

Þegar ég verð í stuði kem ég til með að setja inn myndir af strákafötum í stærðum ca. 104 til 122 cm. Einnig smá í viðbót af kk fötum, eins og t.d. peysur.

Ef einhver hefur áhuga á þessu þá er um að gera að hafa bara samband og ég annað hvort set inn myndir af þessu ef vill eða viðkomandi kíkkar bara til mín W00t

Hasta la vista


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband